Fallegi Mr. Tree lampinn er tilvalinn í barnaherbergið eða hvar sem er á heimilið! Ljósapera fylgir. Lampinn er CE vottaður.
Mr. Tree er elstur af Túlípoppurunum, traustur náungi og mikill heimspekingur. Það er ósjaldan leitað til hans því hann er mikill sálusorgari og gefur ráð, sem eru þó stundum svo torskilin að þau kveikja fleiri spurningar en þau svara. Hann er nefnilega verulega „djúpur“.
Mr. Tree hefur aðeins einn breyskleika, svo vitað sé, hann er syndsamlega sólginn í eðalsteina. Fallegustu gimsteinarnir í safninu hans hafa myndast úr sönnum hamingjutárum, því Mr. Tree hefur þá náðargáfu að geta umbreytt tárum í demanta. Þess vegna grætur hann alltaf svolítið á hverjum degi. En það er líka svo gott fyrir sálina.