Óskabönd eru handunnir íslenskir skartgripir úr eðal orkusteinum og 925 silfri. Keðjur og lás í orkuboltunum (hálsmen) eru úr vönduðu stáli. Hvert Óskaband er einstakt og kemur í fallegum organza gjafapoka merktur ÓSK með lesningu um orkuna sem hver gripur býr yfir.
Armböndin eru þrædd upp á sterka teygju og koma í einni stærð sem henta flestum, innifalið er að stækka eða minnka.
Fallegar gersemar ásamt orku í líkama og sál!
Hönnuður Hlín Ósk Þorsteinsdóttir