Hnútar hafa verið hnýttir í marga tugi þúsunda ára til skemmtunar, nytja og skreytis.
Fyrir Notknot púðann valdi hönnuðurinn fjóra mismunandi hnúta, tvo kínverska skrauthnúta: Round Brocade og Good luck, skátahnút: Turk's head og blómahnút eftir hnútafrumkvöðulinn Clifford W. Ashley sem gaf út bók sína Ashley's book of knots árið 1944.
Með Notknot leikur hönnuður sér með hlutfall og áferð hnútsins. Hann er stækkaður til muna og hnýttur úr fylltum ullarhólkum sem gera hann mjúkan og hlýlegan. Notknot er vélprjónaður úr íslensku einbandi.