Koffort - peysur

Koffort - peysur


Teppapeysan er með ermum og hettu og lokast neðst þannig að poki myndast fyrir fæturna. Henni má breyta í peysu á einfaldan hátt með því að nota lykkjurnar neðst á pokanum og smeygja þeim uppá tölur úr kindahorni sem eru á peysunni innanverðri. 

Þú getur notað flíkina á ferðalögum, útileguna eða í sófanum heima. Ermarnar gera þér kleift að matast, lesa eða vinna og hettan gefur þér andrými og næði þegar þú vilt hvílast. 

Hægt er að breyta teppapeysunni í kodda með því að rúlla henni allri upp í peysuna, hún vegur aðeins 1 kg og kemur í small, medium og large.