HAF
HAF by Hafsteinn Juliusson er hönnunarstofa rekin af hönnuðunum Karitas Sveinsdóttur og Hafsteini Júlíussyni. Fyrirtækið var stofnað 2010 í Milano á Ítalíu en er í dag staðsett við gömlu höfnina í Reykjavík.
Öll verkefni HAF eru byggð á skapandiog uppbyggilegri hópvinnu sem unnin eru í samstarfi við fjölbreytta fagaðila þar sem öll vinnan er leidd af Hafsteini og Karitas.