Float
Float er íslensk hönnun gerð til að upplifa vellíðan í vatni, skola burt streitunni og eiga nærandi stund í kyrrð.
Innblástur hönnunarinnar er vatnsauðlegð Íslands og auknar áherslur í heilsueflingu er miðar að ró og slökun.
Vörulínan samanstendur af Flothettu og Fótafloti fyrir fætur. Að fljóta um í þyngdarleysi gefur manni frelsi frá öllu utanaðkomandi áreiti. Það býr til aðstæður fyrir djúpslökun og jafnvægi og þannig skapast rúm fyrir líkamann til að fínstilla sinn innri takt og njóta heilsubætandi áhrifa slökunar.