Lundar vegglímmiði

eftir: VEGG


Verð: ISK 8900.00

Magn:



Fallegir vegglímmiðar frá fyrirtækinu VEGG sem sérhæfir sig í hönnun vegglímmiða. Límmiðarnir eru úr sterkri fjölliðafilmu og hafa því ekki tilhneigingu til að flagna af. Þeim er pakkað í fallegar og handhægar umbúðir og eru því tilvaldir til gjafa.

Lundar tilheyra ætt svartfugla og eru algengir í Norður-Atlantshafi. Þeir finnast víða á Íslandi, svo sem í Lundey, Akurey, Grímsey, Flatey, Látrabjargi og Vestmannaeyjum. Um það bil helmingur allra lunda á Íslandi eru í Vestmannaeyjum og þar er ein stærsta lundabyggð í heimi. Íslenski lundastofninn er um tíu milljónir fugla sem er um sextíu prósent af heimsstofninum. Meginhluta ársins halda lundarnir sig úti á reginhafi en um miðjan apríl snúa þeir aftur til lands til þess að makast og koma afkvæmum á legg. Lundar geta orðið meira en þrjátíu ára gamlir og velja sér venjulega maka fyrir lífstíð. Á Íslandi verpa lundar í langar holur sem þeir grafa í mjúkan, grösugan jarðveg á klettabrúnum. Þeir verpa einu eggi á varptíma og nota sömu holuna ár eftir ár. Um varptímann eru litirnir í goggi fullorðinna lunda bjartir en á veturna dofna þeir í föl afbrigði sumarlitanna.

Nánari texti fylgir vöru

Upplýsingar


Stærð: 25 x 28,5, 17 x 30 cm

Þyngd:

Efni: Límmiðar

Litur: ݝmsir

Sendingarupplýsingar


Afhendingartími: 2-7 virkir dagar/weekdays/arkipäivää

Skilafrestur: 14 dagar/days/päivää