Sif skartgripir

Sif skartgripir


Ragnhildur Sif Reynisdóttir er íslenskur gull- og silfursmiður auk þess að vera lærður skartgripa-hönnuður. Ragnhildur Sif stundaði nám í gull og silfursmíði hjá föður sínum, Reyni Guðlaugssyni gullsmíðameistara í Gull og Silfursmiðjunni Ernu ehf. Hún lauk sveins  og meistaragráðu í gullsmíði frá Tækniskólanum í Reykjavík. Árið 2006 lauk Ragnhildur svo námi í skartgripahönnun frá University of Central England, School of Jewellery. Að því búnu var náminu framhaldið í Sheffield Hallam University þar sem hún útskrifaðist með MA gráðu í hönnun sem lýtur að málmsmíði og þá sérstaklega skartgripum. Ragnhildur sækir efnivið og hugmyndir í hönnun sína að miklu leyti til heimahaganna, æsku sinnar og íslenskrar náttúru. Indversk skartgripagerð, sem er ein sú elsta í heimi er Ragnhildi jafnframt hugleiknn og verið henni þannig að sama skapi innblástur. Árið 2001 stofnaði Ragnhildur Sif, „SIF“ skartgripi og hefur unnið að uppbyggingu fyrirtækisins síðan.

Vörur frá þessum hönnuði:

Eyrnalokkar - María

ISK 7500.00

Eyrnalokkar - María
Armband - María

ISK 25500.00

Armband - María
Hringur - María

ISK 15900.00

Hringur - María