Ragnhildur Sif Reynisdóttir er íslenskur gull- og silfursmiður auk þess að vera lærður skartgripa-hönnuður. Ragnhildur Sif stundaði nám í gull og silfursmíði hjá föður sínum, Reyni Guðlaugssyni gullsmíðameistara í Gull og Silfursmiðjunni Ernu ehf. Hún lauk sveins og meistaragráðu í gullsmíði frá Tækniskólanum í Reykjavík. Árið 2006 lauk Ragnhildur svo námi í skartgripahönnun frá University of Central England, School of Jewellery. Að því búnu var náminu framhaldið í Sheffield Hallam University þar sem hún útskrifaðist með MA gráðu í hönnun sem lýtur að málmsmíði og þá sérstaklega skartgripum. Ragnhildur sækir efnivið og hugmyndir í hönnun sína að miklu leyti til heimahaganna, æsku sinnar og íslenskrar náttúru. Indversk skartgripagerð, sem er ein sú elsta í heimi er Ragnhildi jafnframt hugleiknn og verið henni þannig að sama skapi innblástur. Árið 2001 stofnaði Ragnhildur Sif, „SIF“ skartgripi og hefur unnið að uppbyggingu fyrirtækisins síðan.