Fegurð er upplifun athuganda á fyrirbæri sem veldur ánægju. Geómetría hefur verið notuð frá því að mannkynið byrjaði að skapa og er í raun og veru samruni mannlegra tilfinninga til að blanda saman listum, vísindum og spurningum um lífið. Geómetría er því hið heilaga listform.
KVRL Design er mitt á milli þess handgerða og stafræna. Handteiknuð form eru færð í stafrænt form og unnin. Þar veltir listamaður fyrir sér áferðinni í kringum okkur. Útkoman verður því sjónarspil af því sem listin er unnin út frá, formum, áferð og samsetningu.
Verkin eru prentuð á úrvals pappír og koma í takmörkuðu upplagi. Merkt og númeruð af listamanni.