Engilbert's design er nýtt fyrirtæki stofnað í janúar 2014.
Greta Engilberts er barnabarn Jóns Engilberts heitins listmálara og rétthafi á þeim verkum sem Jón skildi eftir sig. Greta hefur starfað margt um ævina t.d. sem flugfreyja, kennari og förðunarfræðingur hjá 365 miðlum þar sem hún starfar í dag. Það hefur alltaf blundað í Greta þörf til að gera eitthvað með list Jóns, meira gert er í listaheiminum með sýningum, sölu og uppboðum á listaverkum. Afraksturinn eru þær vörur sem Engilberts-hönnun hefur unnið og eru til sölu hér á síðunni. Greta er eigandi, forstjóri og einn hönnuða Engilberts-hönnunar.
Hjörtur Sólrúnarson er listamaður að norðan, frá Hrísey nánar tiltekið, en hefur búið í Reykjavík að mestu síðastliðin 14 ár. Þegar leið hans og Gretu lágu saman varð fljótlega ljóst að þau deildu sama huga varðandi list og hvað væri sniðugt að gera með hana. Hjörtur hefur starfað margt á lífsleiðinni um allt land og reynt að sinna listinni meðfram vinnunni, bæði teikningum, ljóðagerð og tónlist. Fyrir þó nokkuð mörgum árum teiknaði hann t.d. myndasögur í barnablað.