IIIF samanstendur af tveimur íslenskum fatahönnuðum og einum frönskum vöruhönnuði sem hittast á Íslandi eða í Frakklandi og vinna saman. Þau hanna vörur, fylgihluti og fatnað sem eiga uppruna sinn að sækja í íslenskt og franskt hráefni, hugmyndafræði, staðhætti og leggja ríka áherslu á staðbundna framleiðslu. Um línuna SERIE N°1: REINDEER Töskur úr austfirsku hreindýraleðri, framleiddar af Freyju Jónsdóttur, klæðskera á Borgarfirði eystra og hálsmen úr hreindýrahornum, framleidd af Þórhalli Árnasyni frá Egilsstöðum.
Hönnuðir
Agla Stefánsdóttir
Sigrún Halla Unnarsdóttir
Thibaut Allgayer