Orri Finn at DesignMarch

13.03 2014 17:01 | Comments

Orri Finn at DesignMarch

DesignMarch 27-30.3.2014 Teaser | Orri Finn. Here you can look at more videos from Iceland Design Centre!

Here is a teaser video from Iceland Design Centre.The jewelry designer Orri Finn is participating in DesignMarch 2014 held in Reykjavik 27.- 30.03.

Orri Finn at Kaupstaður.

 

 

Stefnumót við hönnuð - Thelma Design

13.12 2013 12:39 | Comments

Stefnumót við hönnuð - Thelma Design

Settu punktinn yfir i-ið og fáðu þér höfuðskart frá Thelmu fyrir jólin.

Bloggarinn okkar Guðbjörg Friðriksdóttir hitti á dögunum fatahönnuðinn Thelmu Björk Jónsdóttur. Hún hefur undanfarin ár hannað hatta og höfuðskart undir merkinu Thelma design og þær vörur fást hér á Kaupstað.

Thelma útskrifaðist úr fatahönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2005. Eftir námið fékk hún inngöngu í hinn virðulega skóla í eigu Chanel, “École Lesage„ þar sem hún sérhæfði sig í Haute Couture handverki. Hönnun Thelmu er nýstárleg og hefur víða vakið athygli bæði hérlendis sem og erlendis. Hún hefur meðal annars selt hönnun sína í Þýskalandi, París og Japan. Einnig hefur sést til Bjarkar Guðmundsdóttur, Emiliönu Torrini og norsku krónprinsessunar, Mette-Marit, bera höfuðskart frá Thelma Design.

 

Thelma segir að það hafi verið mikilvægt fyrir sig hvað hún fékk góð tækifæri í náminu og það hafi veitt henni góðan grunn. Hún lýsir tækifærum sínum svo:„ Á fyrsta árinu var ég mjög heppin því ég fékk að vinna hjá Steinunni Sigurðardóttur og á öðru árinu tók ég skiptinám og var átta mánuði í tískuskóla í París. Ég fór einnig þrivsar sinnum til Parísar í starfsnám einn mánuð í senn fyrir tískuvikurnar. Þannig að þegar ég útskriftast var ég komin með ríkan og flottan grunn.”

Hún segir einnig frá andvökunóttinni sem markaði óvænt upphaf að Thelma Design: „Það var í raun og veru algjör tilviljun að ég byrjaði að hanna hatta og höfuðskart. Það datt einhvern veginn upp í hendurnar á mér. Ég var að gera útskriftarverkefnið fyrir Listaháskóla Íslands sem voru kjólar og jakkar innblásnir af glamúr og kvikmyndastjörnum sjötta áratugarins. Einnig var ég hugfangin af verðlaunagripum, “Best in show„ sem veittir eru á hundasýningum og kjólarnir voru allir þaktir rósettum. Eina andvökunóttina setti ég eina rósettu á höfuðið á mér til að prófa og þá kviknaði eitthvað ljós hjá mér sem hefur ekki slokknað. Og upp frá því hellti ég mér inn í heim höfuðskartsins.”

Thelma segist vera gömul sál með ástríðu fyrir andblæ og hönnun frá árunum 1930 - 1950 og það endurspeglast í hönnun hennar. Hún sækir sér innblástur frá þessum tíma um leið og hún segist einnig fá innblástur frá bíómyndum, vinum, móður sinni og ömmu, sögum, ævintýrum og á ferðalögum.”

Það er óhætt að fullyrða að Thelma er “trendsetter„sem hikar ekki við að fara ótroðnar slóðir. Þegar hún byrjaði að bera hönnun sína var ekki algengt að sjá ungar konur með höfuðskart en í dag eru viðskiptavinir hennar á öllum aldri. Hún hefur ekki áhuga á fjöldaframleiðslu og því eru allar vörur hennar handgerðar af henni sjálfri á vinnustofu hennar á Laugaveginum. Hún leggur mikinn metnað í faglegt handbragð og það sést vel í hönnun hennar þar sem vandvirknin leynir sér ekki.

Description: AnchorÞegar ég spurði Thelmu hvaða skilaboð hún vildi að hönnun hennar gæfi þá sagði hún að fallegur hattur eða höfuðskart ætti að vekja upp góða tilfinningu og sjálfsöryggi og skipti þá engu mál hvort sem það er töffarinn eða glamúrgellan sem ber skartið. Thelma segir að það sé mjög greinilegt að fólk hegði sér öðruvísi þegar það ber höfuðskart og að fólk komi einnig öðruvísi fram við þá sem bera höfuðfat eða skart. Thelma vill að konum líði vel í hönnun hennar og einnig að þeim líði vel í eigin skinni og vitnar að lokum í orð Sophiu Loren: "Nothing makes a woman more beautiful, than the believe that she is beautiful".

Í tilefni jólanna mælum við með þessari fallegu spöng með rauðri rósettu:

 

Stefnumót við hönnuð - Orri Finn

24.10 2013 12:03 | Comments

Stefnumót við hönnuð - Orri Finn

GULL, GULL, GULL

Guðbjörg Friðriksdóttir hitti á dögunum parið Orra Finnbogason og Helgu Gvuðrúnu Friðriksdóttur, sem hanna saman skartgripi undir merkinu Orri Finn. Í spjallinu talar Orri um demanta “crazyness” sem að hann hannaði fyrir rappara á New York árunum sínum, þau tala um ástríðu sína á gulli og hvernig það er að starfa saman sem par. Við fáum einnig að heyra af nýju línunni sem er væntanleg fyrir jól, en skartgripi Orra Finn má finna hjá okkur á Kaupstað.

Orri Finn

 

Orri sagðist alltaf ætla að læra gullsmíði en aldrei fengið samning, það hafi bara ekki verið í boði. Hann fór til New York í frí að hitta systur sína og þá þróuðust hlutirnir í óvænta átt. Um þessi New York ár segir hann:

Ég komst á samning hjá fyrirtæki sem sér um demantaísetningar, ég fékk að læra þetta sérhæfða starf hjá þeim en átti í staðinn að sjá um að koma demöntum á milli staða. Ég var það sem kallast "diamond runner". Ég gerði það í 5 ár, ég ferðaðist með miklar upphæðir af peningum og demöntum og var sem betur fer aldrei rændur. Ég hafði reyndar engar áhyggjur og áttaði mig í rauninni ekki á í hversu áhættusömu starfi ég var í fyrr en löngu seinna þegar ég frétti af dramatískum örlögum starfsbræðra minna en þá var ég kominn vel inn í demantaísetninguna. Eftir nokkur ár gat ég hætt demantahlaupinu og fór að vinna einungis við demantaísetningar, ég slapp semsagt lifandi út úr þessu. Þegar ég kom heim bauðst mér lærlingssamningur í gullsmíðinni.

Helga segist hinsvegar ekki hafa komið að skartgripum fyrr en 2008 þegar hún byrjaði að vinna fyrir skartgripahönnuð þar sem hún sá um verkefnastjórnun og markaðssetningu. Hún hefur alltaf haft áhuga á skartgripahönnun og alltaf langað að vinna við hana. Þegar hún kynntist Orra segist hún hafa fengið útrás í skartgripahönnuninni í gegnum hann, hún fór að hafa áhrif á það sem hann var að gera og það endaði með að hann spurði hvort að hún vildi ekki vinna með honum í þessu. Orri hafði unnið mikið með akkeri áður og Helga hvatti hann til að taka upp þráðin með þau, úr varð Akkeri; fyrsta skartgripalínan sem Helga og Orri hönnuðu saman. Þannig bættist ég inní Orra Finn vörumerkið, segir hún og það gengur mjög vel.

Akkeri eftir Orra Finn

Samstarfið

Þegar þau eru spurð um samstarfið segir Helga að þar sem Orri er gullsmiður og hún ekki er sumt sem hann getur eingöngu gert. Þegar kemur að sköpunarvinnunni standa þau jafnfætis segir hún. Þar sem þau eru par og mikið saman, tala þau mikið um hvað þau langar til að gera og þannig mótast hugmyndirnar og sköpunarvinnan hefst í hversdagsumræðum þeirra. Þegar þau eru búin að ákveða hvernig hlutirnir eiga að líta út getur Orri byrjað að smíða. Orri segir það koma sér vel að Helga er ekki gullsmiður því þá gerast allskonar hlutir sem ella gerðust ekki því hann segist stundum vera of tæknilegur. 

Innblásturinn

Þegar talið berst að innblæstrinum segir Orri sposkur á svipinn að það sé "íslensk náttura" og hlær, en segir svo aðeins alvörugefnari að það sé allt mögulegt. Helga segir að það sé lífið almennt og allt það sem standi hjarta þeirra næst, landið og menningin. Þau segjast líka vera undir áhrifum tískunnar. Helga segir að innblásturinn að Akkeris línunni komi frá tengingu þeirra beggja úr barnæsku við hafið og sjómennskuna. Orri er frá Akranesi og hún var sem barn mikið í Hnífsdal á Vestfjörðum en þar voru akkeri í flestum görðum og afi hennar var skipstjóri. Orri segist líka hafa mikinn áhuga á akkerinu sem tákni, það sé búið að liggja svolítið í dvala og honum finnst þetta tákn vera nær íslendingum en krossinn.

 

Akkeri eftir Orra Finn

Uppáhalds efniviðurinn

Orri ljómar þegar hann segir að gull sé í uppáhalds efniviðurinn „Gull, gull, gull!“ segir hann. Helga er alveg sammála. Hann segir að ef gullið væri ekki svona dýrt myndu þau vinna allt úr gulli, það sé gott að vinna með silfrið en gullið sé best.

Frá hugmynd að verki 

Helga segir þau byrja á að tala um hugmyndirnar og teikni þær upp, síðan geti þau ákveðið hvaða efni eigi að nota, hún segir öll byrjunarstig ferlisins séu mjög skemmtileg. Orri segir að þegar komin er prufa af skartgrip byrji þau á að nota hann, ganga með hann og athuga hvort hann virki, oft kemur þá í ljós að samsetningin virkar bara alls ekki. 

Helga útskýrir vinnuferlið á skemmtilegan hátt:

Já, það er mjög algengt að maður hafi séð eitthvað skýrt fyrir sér í huganum en þegar maður framkvæmir það kemur í ljós að það er bara bull, þyngdarpunkturinn passar kannski ekki eða keðjan flækist alltaf. Maður lærir inná þetta smám saman, margt er nýtt fyrir mér en eitthvað sem hann er búinn að sjá fyrir. Það er alltaf auðveldast að tala um hugmyndina og teikna hana upp, öll byrjunarstig á ferlinu eru mjög skemmtileg og jákvæð og allir í stuði. Þegar Orri byrjar að smíða og við förum að raða öllu saman fer þetta að vera krefjandi en seinna þegar gripurinn fer að taka á sig mynd verður maður jákvæður aftur. Þetta eru svona nokkur stig og nokkrir þröskuldar sem þarf að komast yfir.
 

Uppáhalds skartgripurinn

Helga segir að í uppáhaldi hjá sér sé stykki sem Orri smíðaði fyrir sýninguna Rætur sem sett var upp í Hafnarborg vorið 2012. Verkið er í raun skúlptúr úr silfri, skordýr sem hann síðan þakti með steinum. Orri segist hafa notað 400 steina í verkið og að þetta hafi klárlega verið  mesta "detail" verkefni sem að hann hafi tekið að sér. (sjá mynd). Þá rifjar hann upp nokkur verk sem hann gerði í New York tímabilinu sem að hann kallar  "demanta crazyness":  "ég man eftir einum rappara sem lét gera eftirlíkingu af andlitinu á sér úr gulli og ég átti svo að dekka það með demöntum".

Orri Finn

Þau eru bæði sammála að skartgripalínan Akkeri eigi líka sérstakan stað í hjörtum þeirra þar sem það er fyrsta verkefni þeirra sem hönnunarteymi. 

Á döfinni

 Hönnunarteymið Orri Finn vinnur nú að nýrri línu sem kemur í búðir fyrir jólin. Þau vilja sem minnst um hana tala, en benda á að hún sé alveg ótrúlega ólík Akkeris línunni. Þau segja að hún sé eksótískari og alls ekki norræn að neinu leyti. Hún er líka „unisex“ „...því að það er í raun regla hjá okkur, við viljum bara gera skartgripi sem bæði kynin geta borið, það er okkar markmið.“

Áður en ég kveð þetta flotta par eftir áhugavert spjall sýnir Helga mér hring sem var að líta dagsins ljós (sjá mynd). Þetta er viðbót við Akkeris línuna sem er búin til úr uppáhaldsefninu þeirra, gulli. Hringurinn sem og öll Akkeris línan er fáanleg hjá okkur á www.kaupstadur.is

Orri Finn

 



 

Bleikur október hjá Kaupstað

4.10 2013 23:19 | Comments

Bleikur október hjá Kaupstað

Fyrir nokkrum dögum hófst salan formlega á bleiku slaufunni. Kaupstaður tekur auðvitað líka þátt í bleikum október og styrkir gott málefni.

 

Það eru gullsmiðirnir Ástþór og Kjartan í Orr sem hönnuðu Bleiku slaufuna í ár.

“Bleika Slaufan er tákn Krabbameinsfélags Íslands í baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Form slaufunnar  myndar tákn óendanleikans sem umlykur steininn í miðju. Hún minnir okkur þannig á að óendanlegur kærleikur okkar hvert í annars garð er dýrmætasta umgjörðin um lífið og mikilvægi þess að við stöndum þétt saman þegar erfiðleikar steðja að”

 

Við mælum auðvitað með að þið nælið ykkur í næluna í október og kíkið líka á bleika úrvalið okkar hjá Kaupstað.

Paris Design Week 2013

10.09 2013 15:05 | Comments

Paris Design Week 2013

Þessa dagana stendur yfir hönnunarhátíð í París. Paris design week var sett 9. september og stendur til 15. sept.

Einn af liðum hönnunarvikunnar er vöruhönnunarsýningin Maison & ObjetÍslensku vöruhönnuðirnir okkar láta sig auðvitað ekki vanta á svona hátíð en Sveinbjörg, Marý, IHanna Home, Anna Thorunn, Umemi og Hring eftir hring taka þátt á þessari sýningu í ár.

Ef þú ert í París (eru ekki allir í París þessa dagana?) þá er seinasti dagurinn í dag til að kíkja á þessa flottu sýningu!

Nýtt á Kaupstað

18.08 2013 17:15 | Comments

Nýtt á Kaupstað

Ert þú góður penni og finnst gaman að skrifa um fallega hluti og það sem er heitast í dag? Sendu okkur þá línu á kaupstadur@kaupstadur.is

Við viljum fylgjast með því sem er að gerast hér heima í hönnun og leitum því að góðum pennum til þess að skrifa fyrir okkur um allt því tengist.